top of page
Search

Stjórn og óstjórn

Þegar að það kemur að keppnisdegi þá er mikilvægt að halda jákvæðu hugarfari. Ég get ekki talað fyrir alla en persónulega hef ég aldrei skarað mikið framúr þegar ég reyni að keppa í vondu skapi. Eins og gengur og gerist þá lætur maður oft litla hluti pirra sig og slá sig útaf laginu. Þá er mikilvægt að staldra aðeins við og spurja sig: „Hef ég einhverja stjórn yfir þessum hlut sem var að pirra mig?“ Ef svarið við þessari spurningu er „Nei“, þá er það besta sem þú getur gert er að gleyma hlutnum og hætta að eyða orku í hann. Það eina sem við eigum að eyða orku í er hlutir sem við stjórnum og höfum áhrif á.

 
 
 

Comments


VILTU SJÁ OKKUR SIGRA?

Styddu við bakið á okkur á leið okkar að ÓL í París 2024

VKNGPWR © 2023 by Anton McKee

HAFA SAMBAND

Smelltu á takkann til hægri til að senda skilaboð

bottom of page