Keppnis Uppgjör - EM 25 2019
- asmckee6
- Dec 19, 2022
- 3 min read
Þrátt fyrir að hafa æft sund í rúm 20 ár, þá er ég ennþá að læra að vera betri sundmaður. Með hjálp Hafrúnar Kristjánsdóttur, sem er íþróttasálfræðingurinn minn, hef ég lært ýmsar leiðir til að verða betri. Það nýjasta sem hún kenndi mér er að gera upp hverja keppni til að læra sem mest frá þeim og geta strax farið að einbeita sér að veikleikum sem þarf að bæta. Uppgjörið er bara 6 spurningar og gæti ég ekki mælt meira með því að svara þeim eftir hverja keppni. Það hjálpar manni að tæma slæmar hugsanir og sjá jákvæðar hliðar, sama hvernig gekk.
Spurningarnar eru eftirfarandi:
Hvað gerðist?
Hvaða hugsanir og tilfinningar hafðir þú?
Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?
Hvað hefði þú getað gert öðrivísi?
Hvað gerðir þú vel og vilt halda áfram að gera?
Hvað eru næstu skref sem þú getur tekið til að eflast enn frekar?
Hérna fyrir neðan getið þið séð mín svör við EM 25 uppgjörinu:
Hvað gerðist?
Ég átti besta mót sem ég hef átt á mínum sundferli. Bæting í næstu hverja einasta sundi, og komst alltaf hraðar en ég fór í undanrásum. Ég hef sjaldan verið jafn undirbúinn og yfirvegaður fyrir neitt mót á ævinni. Einhvernveginn var bara allt tilbúið og ég var með engar áhyggjur yfir neinu. Ég hafði engu að tapa og einblíndi á að hafa gaman og njóta mín að fá tækifæri til að sjá hvað í mér býr.
Hvaða hugsanir og tilfinningar hafðir þú?
Fyrir mótið kom ég inn með háleit markmið, í raun að verða með bestu bringusundsmönnum í heimi, sem er ennþá markmið mitt. Þrátt fyrir að hafa ekki náð þeim þá tók ég stökk í áttina að þeim. Ég er loksins búinn að ná stjórn á tilfinningum mínum, með mun meiri yfirvegun og sjálfsstjórn.
Við undirbúninginn á mótinu þá áttaði ég mig á því að ég hefði engu að tapa fyrir þetta mót. Venjulega hef ég miklað allt fyrir mér, en einhvern veginn hefur viðhorfið mitt til sundsins breyst. Ég er mun meira og stærra en sundið, það er bara partur af því sem ég er og þess vegna hef ég loksins getað minnkað pressuna sem maður setur á sig fyrir mótin.
Með þessari yfirvegun þá gat ég virkilega notið þess að vera á EM og fá að keppa, því það er að skemmtilegasta sem ég geri.
Þegar „illa“ gekk, þá gat ég frekar horft til þess sem var jákvætt og tekið eftir tækifærum til bætinga og ekki leyft tímunum eða árangrinum að ákveða hvernig mér átti að líða. Til dæmis, þegar ég bætti mig ekki í 100 bringunnni í semi finals, og þegar ég náði ekki að komast á pall í 200 bringu. Bæði þessi sund hafa gefið mér eitthvað sem ég get bætt og útfært betur næst
Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt? Jákvætt:
Sjálfstjórn
Bætingar
Áhersla á að hafa gaman
Neikvætt
Sum tækniatriði sem ég hef verið að æfa hefðu mátt fara betur
Olnbogar í kafsundi
Hraðastjórnum
Takafjöldi í enda sundferðar, hitti stundum ekki nógu vel á bakkann
Endurheimt á meðan keppni stendur
Hvað hefði þú getað gert öðrivísi?
Ég hefði getað stjórnað koffein neyslu minni betur til að ná betri endurheimt.
Ég hefði getað verið betri í hausnum til að leyfa ekki hlutum sem ég stjórna ekki að hafa áhrif á mig
Hvað gerðir þú vel og vilt halda áfram að gera?
Einbeiting í keppendaherbergi
Rútinur á keppnisdag
Andlegur undirbúningur
Ekki leyfa slæmu sundi að slá mig úr laginu
Njóta þess að vera til og fá að keppa
Hvað eru næstu skref sem þú getur tekið til að eflast enn frekar?
Vinna ennþá meira í andlega hlutanum
Læra á svefn og koffein neyslu
Halda áfram að æfa vel, það veitir öryggi að maður sé tilbúinn að keppa
Enblína á endurheimt
Comentarios